„Verkefni fyrir hæfniviðmið í textílmennt“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: Fram eru komnar tillögur að endurskoðun greinarsviða aðalnámsskrár grunnskóla frá 2013. Þar er m.a. ítarlegar farið í þá þætti sem snerta skuli á fagreinunum. Hér eru töflurnar úr tillögunum (bls. 37-38) settar upp með hlekkjum á hvert undir-hæfniviðmið með það að miði að tengja megi þau inn á verkefni eða efni sem miða að því að ná þeim markmiðum. Markmiðið er ekki að hægt sé að fara í hæfniviðmið og „tikka í boxin“ he...) |
m (→Verklag: Tók út óþarfa línu.) |
||
Lína 9: | Lína 9: | ||
{| class="wikitable" | {| class="wikitable" | ||
! Yfirheiti !! Við lok 4. bekkjar getur nemandi !! Við lok 7. bekkjar getur nemandi !! Við lok 10. bekkjar getur nemandi | ! Yfirheiti !! Við lok 4. bekkjar getur nemandi !! Við lok 7. bekkjar getur nemandi !! Við lok 10. bekkjar getur nemandi | ||
|- | |- | ||
! Áhöld | ! Áhöld |
Útgáfa síðunnar 8. apríl 2024 kl. 18:46
Fram eru komnar tillögur að endurskoðun greinarsviða aðalnámsskrár grunnskóla frá 2013. Þar er m.a. ítarlegar farið í þá þætti sem snerta skuli á fagreinunum. Hér eru töflurnar úr tillögunum (bls. 37-38) settar upp með hlekkjum á hvert undir-hæfniviðmið með það að miði að tengja megi þau inn á verkefni eða efni sem miða að því að ná þeim markmiðum.
Markmiðið er ekki að hægt sé að fara í hæfniviðmið og „tikka í boxin“ heldur frekar að gefa dæmi um hvers kyns verkefni megi nýta til að ná þess lags hæfniviðmiði. Slíkt styður við heildstæðari skoðun á efni og þeim kröfum sem kennarar gera til nemenda. Eins er vert að benda á ágæta áminningu úr tillögunni:
„Þegar sjónum er beint sérstaklega að einu hæfniviðmiði þarf að hafa í huga að nám er samfellt ferli og skapandi athöfn, fremur en söfnun afmarkaðrar þekkingar og þjálfun í tiltekinni leikni.“
Verklag
Yfirheiti | Við lok 4. bekkjar getur nemandi | Við lok 7. bekkjar getur nemandi | Við lok 10. bekkjar getur nemandi |
---|---|---|---|
Áhöld | notað einfaldar aðferðir og beitt viðeigandi áhöldum | beitt grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar | beitt fjölbreyttum aðferðum og áhöldum greinarinnar við formun textílafurða |
Efnisval | unnið úr nokkrum gerðum textílefna | unnið úr fjölbreyttum textílefnum | rökstutt eigið val á textílefni eftir viðfangsefni og efnisvali |
Útfærsla | unnið eftir einföldum leiðbeiningum | unnið með einföld snið og uppskriftir | unnið með snið og uppskriftir, tekið mál, áætlað stærðir og efnisþörf |
Vinnuvernd | beitt líkamanum rétt við vinnu sína | beitt viðeigandi líkamsstöðu við vinnu sína | beitt viðeigandi vinnustellingum og verið meðvitaður um líkamsstöðu sína við vinnu |
Sköpun, hönnun og tækni
Yfirheiti | ! Við lok 4. bekkjar getur nemandi | ! Við lok 7. bekkjar getur nemandi | ! Við lok 10. bekkjar getur nemandi |
---|---|---|---|
Hugmyndavinna | tjáð hugmyndir sínar með einfaldri skissu, | þróað eigin hugmyndir í textílverk og unnið eftir ferli, | beitt skapandi og gagnrýnni hugsun í hönnun og textílvinnu, |
Sköpun | skreytt textílvinnu á einfaldan hátt, | notað fjölbreyttar aðferðir við skreytingu textílafurða, | skreytt textílafurð á skapandi og persónulegan hátt, |
Fagorð/hugtök | notað nokkur hugtök sem tengjast greininni, | útskýrt eigið verk og notað til þess hugtök greinarinnar, | lagt mat á eigin vinnubrögð og hönnun og notað til þess viðeigandi hugtök, |
Hugmyndavinna (ýmis miðlun) | nýtt ýmsa miðla til að afla einfaldra hugmynda. | nýtt helstu miðla til að afla upplýsinga um hugmyndavinnu og útfærslu á þeim, | notað margvíslega miðla til að afla upplýsinga fyrir hugmyndir að verkefnum sem tengjast textíl, hönnun og útfærslu á þeim, |
Tækni | nýtt hugbúnað við hönnun eigin mynsturs eða myndefnis fyrir textílvinnu. | nýtt hugbúnað og tölvustýrð tæki við hönnun og vinnslu eigin verka í textílvinnu. |
Menning og umhverfi
Yfirheiti | ! Við lok 4. bekkjar getur nemandi | ! Við lok 7. bekkjar getur nemandi | ! Við lok 10. bekkjar getur nemandi |
---|---|---|---|
Efnisfræði | fjallað um íslenskt hráefni
og unnið með það á einfaldan hátt, |
fjallað um efnisfræði svo sem eiginleika náttúruefna og gerviefna, | þekkt mun á eiginleikum náttúruefna og gerviefna út frá áferð, |
Merkingar | gert grein fyrir nokkrum tegundum textílefna, | fjallað um helstu tákn og merkingar textílefna, | þekkt mun á helstu táknum og merkingum textílefna, |
Endurnýting | notað endurunnin efni í textílvinnu, | nýtt endurunnin efni í textílvinnu og gert grein fyrir endurnýtingu og efnisveitum, | nýtt endurunnin efni í textílvinnu, gert grein fyrir endurnýtingu og efnisveitum og sett í samhengi við sjálfbærni og umhverfisvernd, |
Menning | greint nokkur einkenni íslensks handverks í textílvinnu. | greint og fjallað um hefðir í textílvinnu á Íslandi og sett í samhengi við sögu. | greint og fjallað um textílvinnu og -verk í samhengi við sögu, samfélag og listir. |