Heillandi verkefni í náttúruvísindum/Litskiljun

Úr Kennarakvika

Markmið[breyta | breyta frumkóða]

Þetta verkefni snýst um að aðgreina litablöndu í þætti sína.

Áhöld og efni[breyta | breyta frumkóða]

  • Síupappír, t.d.
    • eldhúspappír,
    • kaffisíu, eða
    • sértilbúinn síupappír
  • Litablöndur, t.d.
    • tússliti,
    • blek, eða
    • matarlit (í flöskum, sælgæti, eða öðrum matvælum)
  • Glær glös
  • Þvottaklemmur
  • Prik (til að hengja síupappírinn á yfir glösunum, t.d. blýantar)
  • Leysi, t.d.
    • vatn,
    • saltvatn, eða
    • alkóhól

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Skerið ræmur af síupappírnum sem passa ofan í glösin.
Litið hring eða línu á síupappírinn, stutta vegu frá öðrum endanum.
Hellið leysinum ofan í glösin.
Hengið síupappírinn upp í prikið með þvottaklemmunni og komið þannig fyrir að hann rétt dýfist ofan í leysinn. Gætið að liturinn liggi ekki ofan í leysinum.
Bíðið og fylgist með því hvernig liturinn ferðast upp eftir síupappírnum.


Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Hvað er að gerast?[breyta | breyta frumkóða]

Útfærslur[breyta | breyta frumkóða]

Það má prófa mismunandi ólíkar útfærslur og nýta samanburðinn til að æfa vísindalega aðferðafræði. Þá er öllu haldið eins utan einnar breytu (t.d. ólíkt efni fyrir síuna eða ólíkur leysir). Þannig má greina hvaða áhrif þessarar breytu.

Aðrar verkefnalýsingar[breyta | breyta frumkóða]