Heillandi verkefni í náttúruvísindum/Hreyfum vegg

Úr Kennarakvika

Markmið[breyta | breyta frumkóða]

Þetta verkefni snýst um það að greina örlitla hreyfingu á vegg eða annarri álíka fyrirstöðu.

Áhöld og efni[breyta | breyta frumkóða]

  • Sívalningslaga öxull
  • Leisigeisli
  • Speglandi flötur (hvers kyns plastbútur sem speglar hluta leisigeislans dugar)
  • Kennaratyggjó
  • Spýta til að festa við vegginn
  • Undirstaða (t.d. kollur eða lítið borð)

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Undirstöðunni er komið fyrir nærri fyrirstöðunni (veggnum) sem mæla skal hreyfinguna á og öxullinn lagður á hana.
Spýtan lagð á öxulinn og fest við fyrirstöðuna (vegginn) með kennaratyggjói.
Speglandi flötur festur við öxulinn og leisigeislinn látinn lýsa á spegilinn þannig að geilsinn lendi á einhverjum fleti (t.d. öðrum vegg).
Ýtt er á vegginn og fylgst með þegar leisigeislinn hreyfist.


Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Hvað er að gerast?[breyta | breyta frumkóða]

Öll efni, hversu stíf sem þau virðast, gefa eitthvað eftir þegar verkað er á þau með krafti. Þegar við þrýstum á steinvegg eða stálsúlu tökum við hins vegar afar lítið eftir nokkurri aflögun því hún er afar lítil. Í tilfelli uppstillingarinnar hér að ofan veldur færslan því að öxullinn veltur um örlítið horn, en þar sem leisigeislinn speglast um nokkuð langa vegalengd veldur þetta ofursmáa horn sjáanlegri breytingu á því hvar leisigeislinn lendir.