Kóralrifið - Verkefni um hryggleysingja í sjó

Úr Kennarakvika

Útgáfa frá 29. mars 2024 kl. 10:44 eftir Martin (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. mars 2024 kl. 10:44 eftir Martin (spjall | framlög) (Skipti í kafla með fyrirsögnum og faldi slóðir í hlekkjum.)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Markmið: Verkefnið snýst um að velja lífveru sem lifir í kóralrifum, teikna mynd og skila texta með svörum við nokkrum spurningum um lífveruna.

Fyrirkomulag: Hópaverkefni, vinnið 2 saman.

Veljið ykkur eina tegund sem lifir í kóralrifum. Tegundin verður að vera hryggleysingi (td. kóraldýr, humar, krossfiskar, holdýr eða annað sem þar er að finna). Fáið samþykki fyrir valinu ykkar áður en þið byrjið verkefnið!

Hafið í huga: Það er hægt að finna kóralrif á ýmsum stöðum í heiminum og eru lífríki þeirra mismunandi.

Spurningar sem þarf að svara er að finna í undirbúningshefti fyrir verkefnið. Svara þarf 8 spurningum af 9 (þið megið sleppa 1 spurningu, þið veljið sjálf hvaða spurningu).

Skil á verkefninu[breyta | breyta frumkóða]

Þið þurfið að skila bæði texta og mynd. Myndin af tegundinni verður hengd upp á vegg. Litið myndina ykkar, klippið hana út og við munum hengja allar tegundirnar saman upp á vegg. Lýsingin á tegundinni á að passa á hálft til heilt A4 blað.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Til kennara[breyta | breyta frumkóða]

Þetta verkefni er byggt á bls. 75-85 í Lífheiminum (Litróf náttúrunnar).