Notandi:Martin/Vísindasmiðjur/Rúmmál vökva

Úr Kennarakvika

Útgáfa frá 18. maí 2024 kl. 23:57 eftir Martin (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. maí 2024 kl. 23:57 eftir Martin (spjall | framlög) (→‎Til kennara)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Markmið[breyta | breyta frumkóða]

Að mæla rúmmál vökva með mæliglasi.

Áhöld og efni[breyta | breyta frumkóða]

  • Mæliglas
  • 6 bikarglös með vökvum í

Frakvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Hellum vatni úr fyrsta bikarglasinu í mæliglasið. Horfum hornrétt á mæliglasið og lesum af kvarða mæliglassins hvar neðra borð vatnsyfirborðsins stendur. Skráum rúmmálið í töflu hér að neðan og hellum vökvanum aftur í bikarglasið.

Endurtökum þetta fyrir hin skrefin.

Niðurstöður[breyta | breyta frumkóða]

Skráðu niðurstöðurnar í töflu svipaðri þeirri hér fyrir neðan.
Vökvi Rúmmál
A 37 ml
B 54 ml
... ...

Til kennara[breyta | breyta frumkóða]

Undirbúningur er einfaldur en í grunninn þarf aðeins að hafa vökvana til reiðu í bikarglösum og mæliglös aðgengileg. Ágætt getur verið að vökvana í einhverjum lit og hentar matarlitur ágætlega til þess. Ef bikarglösin eru alls sex talsins nægja þrír litir (t.d. gulur, rauður, og blár) þar sem þrjú bikarglösin fá stakan lit hvert, og önnur þrjú fá samblöndu tveggja lita hvert (sem mynda þá t.a.m. rauðgulan, fjólubláan, og grænan).