Notandi:Martin/Vísindasmiðjur/Pappírshólkagerð

Úr Kennarakvika

Útgáfa frá 11. apríl 2024 kl. 12:23 eftir Martin (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. apríl 2024 kl. 12:23 eftir Martin (spjall | framlög) (Ný síða: == Brotþol pappírshólka == === Markmið === Að mæla brotþol pappírshólka. === Áhöld og efni === A4 pappírsarkir, stöng (t.d. dílastöng), límband, bandspotti og kraftmælir. === Framkvæmd === Rúllaðu upp pappírsörk utan um stöngina og festu með límbandinu svo það rakni ekki upp af henni. Taktu svo dílastöngina úr svo eftir standi bara hólkurinn. Búðu svo til a.m.k. alls sex stangir; þrjú pör af ólíkt upp rúlluðum stöngum: Eftir langhlið,...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Brotþol pappírshólka[breyta | breyta frumkóða]

Markmið[breyta | breyta frumkóða]

Að mæla brotþol pappírshólka.

Áhöld og efni[breyta | breyta frumkóða]

A4 pappírsarkir, stöng (t.d. dílastöng), límband, bandspotti og kraftmælir.

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Rúllaðu upp pappírsörk utan um stöngina og festu með límbandinu svo það rakni ekki upp af henni. Taktu svo dílastöngina úr svo eftir standi bara hólkurinn. Búðu svo til a.m.k. alls sex stangir; þrjú pör af ólíkt upp rúlluðum stöngum: Eftir langhlið, eftir skammhlið, og hornanna á milli. Númeraðu hólkanan.

Stilltu hólki upp á milli tveggja borða eða sambærilegra undirstaða svo sitt hvor endinn liggi á sitt hvorri undirstöðunni. Smeygðu lykkju úr bandspotta utan um hólkinn og kræktu kraftmæli í.

Togaðu með sífellt meiri krafti og taktu eftir því við hvaða kraft hólkurinn gefur sig (bognar eða brotnar).

Niðurstöður[breyta | breyta frumkóða]

Bygging úr pappírshólkum[breyta | breyta frumkóða]

Þetta verkefni gengur út á að reisa byggingu (t.d. turn eða brú) úr pappírshólkum. Afurðin er þá byggingin en engar tölulegar niðurstöður. Lýsingin í verkmöppunni byggja því á

Markmið[breyta | breyta frumkóða]

Áhöld og efni[breyta | breyta frumkóða]

A4 pappírsarkir, stöng (t.d. dílastöng), og límband. gatarar, og pappírssplitti (e. brass fasteners).

Kynning á pappírshólkaverkefni þar sem nemendur eiga að smíða turn og/eða brú úr pappírshólkum.

Myndbandið var upphaflega gert fyrir hóp sem átti eftir að vinna verkefni um brotþol pappírshólka og því er minnst á það í byrjun myndbandsins (þetta með sex pappírshólka) en það mega hópar almennt hunsa.

https://www.youtube.com/watch?v=TQB0FUFYv_E

Hér skoðum við veikleika kassalaga forma úr pappírshólkum. Lögunin gerir það afar auðvelt að aflaga kassann svo þetta form er afar lélegt til byggingar. https://www.youtube.com/watch?v=JkWgPO8tXHk