Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu/Seglar
Til eru ýmsar gerðir segla en þeir sem oftast eru notaðir í kennslu má skipta í stangarsegla og neódým (Nd, e. neodymium) segla. Þeir fyrrnefndu voru algengir í kennslu en neódýmseglar eru mun sterkari, henta stundum betur í verkefni, og eru almennt áhrifameiri í kennslu.
Innkaup
Stangarseglar
Stangarsegla úr ferríti má finna í ýmsum verslunum. Samkvæmt upplýsingum á vef Náttúrutorgsins var hægt að fá segla í Verkfæralagernum. Stangarsegla er oft hægt að finna í vefverslunum fyrir námsgöng en einnig í vefverslunum sérverslana:
- 2 Educational Alnico Bar Magnets - North & South Identified (11 x 6 x 75mm) - £7.10 / 2stk, £58.80 / 10 stk (2024)
Neódýmseglar
Neódýmseglar eru missterkir og yfirleitt flokkaðir eftir styrk frá N28 upp í N55 en N35 seglar nægja fullvel fyrir kennslu. Því sterkari sem seglarnir eru aukast líka líkurnar á því að þeir brotni eða meiði nemendur. Algengir styrkflokkar eru N35, N42, og N52. Vefverslanir með Neodymium segla eru t.d. First4Magnets, E-Magnets UK eða MagnetSource. AliExpress selur líka neódýmsegla en engin leið að staðfesta styrkloforð þeirra fyrir kaup. Finna má neódýmsegla í stöku verslunum hérlendis, yfirleitt tengdum smíðavinnu eða föndri.
Notkun í kennslu
- Einfaldur mótor á Leikur að rafmagni verkefnasetti Vísindasmiðjunnar.
Öryggisatriði
Sterkir neódýmseglar geta skollið harkalega saman. Ef fingur lenda á milli þeirra getur það verið óþægilegt og jafnvel meitt. Neódýmseglarnir eru stökkir og geta brotnað ef þeir lenda á hörðu gólfi eða skella saman.