„Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu/Vetnisperoxíð“: Munur á milli breytinga

Úr Kennarakvika
(Lýsing af íslensku Wikipediu og Vísindavefnum.)
 
(→‎Ítarefni: Vísindavefssvar um vetnisperoxíð.)
Lína 30: Lína 30:
* [https://is.wikipedia.org/wiki/Vetnisperox%C3%AD%C3%B0 Vetnisperoxíð] á [https://is.wikipedia.org/ íslensku Wikipediu].
* [https://is.wikipedia.org/wiki/Vetnisperox%C3%AD%C3%B0 Vetnisperoxíð] á [https://is.wikipedia.org/ íslensku Wikipediu].
* [https://en.wikipedia.org/wiki/Hydrogen_peroxide Hydrogen peroxide] á [https://en.wikipedia.org/ ensku Wikipediu].
* [https://en.wikipedia.org/wiki/Hydrogen_peroxide Hydrogen peroxide] á [https://en.wikipedia.org/ ensku Wikipediu].
* [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=51582 Hvað er vetnisperoxíð, í hvað er það helst notað og hvar er hægt að nálgast það?] af Vísindavefnum.

Útgáfa síðunnar 30. maí 2024 kl. 22:57

Lýsing

Vetnisperoxíð () er þykkur fölblár eða litlaus vökvi sem leysist vel upp í vatni. Það er veik sýra og er með pH-gildi í kringum 6,2. Vetnisperoxíð er óstöðugt efni og brotnar auðveldlega niður í vatn og súrefni ef það er ekki geymt á köldum og myrkum stað.

Vetnisperoxíð er meðal annars notað til sótthreinsunar, við efnasmíðar, og til að aflita hár.

Vetnisperoxíð brotnar auðveldlega niður í vatn og súrefni. Geymist best í myrkri og svala (8-15 °C).

Innkaup

Vetnisperoxíð má fá í missterkum lausnum. Nokkuð veikar lausnir til heimilisnota væru t.d. 3% lausnir sem má finna í apótekum, en 35% til 50% lausnir má fá t.d. á N1.

Notkun í kennslu

Öryggisatriði

Vetnisperoxíðslausnir með 6% eða hærri styrk: Ætandi, berist efnið á húð skal skola strax með miklu vatni. Má ekki tæma í niðurföll. Veldur alvarlegri augnertingu.

Öryggisblöð (SDS)

Ítarefni