„Kóralrifið - Verkefni um hryggleysingja í sjó“: Munur á milli breytinga

Úr Kennarakvika

(Ný síða: Hópaverkefni, vinnið 2 saman. Sjá hópaskiptingu í meðfylgjandi skjali. Veljið ykkur eina tegund sem lifir í kóralrifum. Tegundin verður að vera hryggleysingi (td. kóraldýr, humar, krossfiskar, holdýr eða annað sem þar er að finna). Fáið samþykki fyrir valinu ykkar áður en þið byrjið verkefnið! Hafið í huga: Það er hægt að finna kóralrif á ýmsum stöðum í heiminum og eru lífríki þeirra mismunandi. Spurningar sem þarf að svara er að...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
Hópaverkefni, vinnið 2 saman. Sjá hópaskiptingu í meðfylgjandi skjali.
<b>Hópaverkefni, vinnið 2 saman. Sjá hópaskiptingu í meðfylgjandi skjali.</b>


Veljið ykkur eina tegund sem lifir í kóralrifum.  
Veljið ykkur eina tegund sem lifir í kóralrifum.  

Útgáfa síðunnar 14. mars 2024 kl. 11:24

Hópaverkefni, vinnið 2 saman. Sjá hópaskiptingu í meðfylgjandi skjali.

Veljið ykkur eina tegund sem lifir í kóralrifum. Tegundin verður að vera hryggleysingi (td. kóraldýr, humar, krossfiskar, holdýr eða annað sem þar er að finna). Fáið samþykki fyrir valinu ykkar áður en þið byrjið verkefnið!

Hafið í huga: Það er hægt að finna kóralrif á ýmsum stöðum í heiminum og eru lífríki þeirra mismunandi.

Spurningar sem þarf að svara er að finna í undirbúningshefti fyrir verkefnið (viðhengi). Það þarf að svara 8 spurningum af 9 (þið megið sleppa 1 spurningu, þið veljið sjálf hvaða spurningu).

Skil á verkefninu: Þið þurfið að skila bæði texta og mynd. Myndin af tegundinni verður hengd upp á vegg. Litið myndina ykkar, klippið hana út og við munum hengja allar tegundirnar saman upp á vegg. Lýsingin á tegundinni á að passa á hálft til heilt A4 blað, því þarf að skila inn á Classroom og verður það prentað út fyrir ykkur. Matskvarði "Matsblað fyrir Kóralrifið" sýnir hvað verður metið.